19.5.05

Skólafíknin að drepa mann

Sit hér upp í skóla og naga neglurnar var plötuð til að mæta klst of snemma. Einkunnirnar eru sem sagt að renna inn næsta klukkutímann. Mikil spenna í loftinu. Ekki það að ég haldi að ég hafi neitt að óttast.

Í kvöld verður svo horft á forkeppnina í Eurovision á breiðtjaldi í Halanum vonandi með sem flestum Hölum.

LaugardagsEurovison er aftur á móti flóknari mörg boð um Eurovisionpartý eru í hendi svo nú er úr vöndu að ráða en kemur í ljós.

Mér sýnist á öllu að Pálína sé búin að eiga til hamingju með prinsinn Pálína og ThorBjörn.

En þar sem ég er orðinn forfallinn skólafíkill er ég búinn að skrá mig í meiri skóla fer á námskeið í MySQL og Asp í Tölvuskólanum Þekkingu í næstu viku þannig að aðgerðarleysið er úti í bili enda nóg komið af svo góðu fyrir minn smekk.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja þá ætti ég að geta komist aftur í tenglasafnið hjá þér, ég er nefnilega búin að uppfæra bloggið mitt. Kv. Sigrún Ósk