16.5.05

Tóm leti og bókalestur

Jæja þá er þessari letihelgi að ljúka. Hafi ég verið á 100 í allan vetur var ég á 3 þessa helgina gerði akkurat ekki neitt.

Og þó las eins og eitt leikrit sem mér líst nokkuð vel á fyrir Halann.

Datt svo í bókina hans Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Barn að eilífu, og skemmst frá því að segja að hún er mjög sérstök og góð lesning las hana í einum spreng hraðar en Da Vinsi lykilinn þá er nú mikið sagt. Mæli með að allir lesi þessa bók einstök saga sögð af mikilli einlægni saga sem snertir mann djúpt.

Engin ummæli: