15.3.07

Nýtt met ;-)

Ja hérna bara nýtt met hef ekki bloggað í 11 daga. Lengsta stopp so far. Ekki að það sé ekki nóg að gerast bara ..............

Leiklistin á hug minn allan og alls kyns stúss. Er líka búin að vera dugleg í perlinu og var með saumaklúbb í vikunni.

Fór líka á námskeið í að vera yndisleg hjá mínum uppáhaldspresti henni Auði Eir.

Bara er ekki í skriftarstuði þessa dagana. Er með hóstakjölt og slappleika sem ekki vill víkja þrátt fyrir miklar tedrykkjur með hunangi og alls kyns húsráðum.

Fram undan ströng helgi, var að koma af æfingu svo eru sýningar bæði föstudag og laugardag. Hekla mín ætlar að vera hjá okkur alla helgina. Foreldrarnir ætla upp á heiði í skátaútilegu. A la Hafernir.

Ingimar er kominn í nýja vinnu, byrjaði að forkælast svo nú hóstum við í kór.

Jú jú svo fengum við hjónakornin kast um síðustu helgi og keyptum okkur borðstofustóla þá fyrstu í okkar 30 ára búskap, var ekki kominn tími til. Strákarnir hafa svo verið ófáar stundir að setja þá saman sem gekk ekki alveg þrautalaust. Endaði með að ég fór og keypti handa þeim rafmagnsskrúfjárn svo nú erum við að verða svaka forfrömuð.

Hver veit svo hvenær fyrst matarboðið verði til að vígja herlegheitin. Maður er aldrei orðið heima á matartímum. Í dag var svínasteik á borðum kl. 5. Svona fer leiklistarbakterían með okkur.

Engin ummæli: