19.2.05

Úff og púff

Þá held ég heilinn sé alveg að brenna yfir. Ég er búin að vera að þrælast í gegnum verkefni í hljóðfræði í allt kvöld. Átti að vera mjög stutt en þegar kemur að hljóðum þá er ég hreinlega þroskaheft. En ég gat á endanum tekið upp upplestur í GoldWave og gert á því ýmsar breytingar. Verst að ég kann ekki að setja það hér inn bjó til þetta fína leikhljóð.

Pabbi minn heitinn sagði einhvern tímann þegar verið var að tala um lagleysi mitt að það væri nú ekki nema von að ég væri svona ég hefði verið getin í miklu óveðri svo eitthvað hafi orðið að láta undan :)

Margir hafa boðið mér á msn samræður eftir síðasta blogg og skemmti ég mér heilmikið við það. Hef kynnst ýmsum miklu betur. Takk öll sömul.

Í dag var dagurinn sem ég fékk frí frá Halanum og var það gott þó hann væri mjög ofarlega í huga mér í dag. Ég nýtti tímann til að vinna ýmislegt upp, skrifa fundargerð, læra, þvo þvott, versla og allt annað en hvíla mig.

Hlakka til að fara á æfingu á morgun, fann í gær að galdurinn er að koma sem gerist alltaf í leikhúsinu á ákveðnum tímapunkti. Svo frétti ég að tjöldin séu komin upp þau sem búið er að sauma Gaman gaman

Engin ummæli: