10.2.05

Smá innsýn og þakkir til Vinjar

8. feb. sl. átti Vin 12 ára afmæli. Vin er athvarf fyrir geðfatlaða sem Rauði Kross Íslands rekur að Hverfisgötu 47. Við þessi tímamót sem mér finnst stórkostleg 12 ára afmæli lýtur maður um öxl.

Ég kynntist Vin fyrst fyrir 11 árum. Þá fór ég þangað í mína fyrstu heimsókn til að fara í slökun. Á þeim tíma var ég mjög veik og búin að vera lengi. Ég var föst inni í mínum eigin líkama lífsviljinn var enginn, dauðaóskin sterk. Ég sá ekkert nema hömlur og veggi allstaðar. Í Vin var vel tekið á móti mér og fljótt varð ég fastagestur þar. Þar lærði ég að horfast í augu við sjálfa mig, mína fordóma og veikindi, lærði að ég yrði að bera ábyrgð á eigin heilsu.

Mér fannst ég ekkert vera geðveik á þessum tíma heldur var ég illa slösuð eftir bílslysið og að ná mér eftir það. En ekkert gekk í batanum fyrr en ég fór að huga að andlegu heilsunni. Fór að fara í vitöl til geðlæknis og horfast í augu við veruleikann. Ég var með slæmt þunglyndi, kvíðaröskun og fælni af ýmsum toga. Vinir mínir í Vin kenndu mér að ég þurfti bera ábyrgð á því hvernig mér liði. Seinna fór ég svo í langtímameðferð og hef verið góð nú í nokkur ár. En auðvita veit ég aldrei hvernig ég verð á morgun þetta eru erfiðir og slungnir sjúkdómar sem ég get alveg lifað við ég veit í dag hvað ég á að gera ef mér fer að líða illa hef alla björgunarhringina sem hent hefur verið til mín gegnum árin.

Ég veit ekki hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki kynnst Vin trúlegast löngu komin í himnaríki. Kíkið á heimasíðu Vinjar og kynnið ykkur starfsemina sem er stórkostleg.

Og svo er hér líka slóð á Gistihúsavefinn sem við Kiddi III vorum að klára í skólanum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

elsku ása mín ! það að hafa kynnst þér eru forréttindi ! takk fyrir falleg orð í garð starfsemi vinjar.knús

Nafnlaus sagði...

elsku ása mín ! það að hafa kynnst þér eru forréttindi ! takk fyrir falleg orð í garð starfsemi vinjar.knús