15.6.05

Halaveiði

Eins og svo oft þessa dagana lá leiðin upp í Krika við Elliðavatn í dag, hér er mynd af sælureitnum ef þið hafið ekki enn ratað á paradísina
Á leiðinn skruppum við í Hafnarfjörð og tókum einn Hala með okkur þennan sem er nýkominn frá USA upp í Krika var svo enn einn Hali þessi sem nefnist eftir sólinni.

Jæja en þar sem koma saman nokkrir Halar gerist alltaf eitthvað skemmtileg.

Þar sem Hali K3 (ekki kafbáturinn þó hann ætti nú eftir að sýna þá tilburði þann daginn) hafði ekki komið áður í Krikann fór hann að kíkja í kringum sig og rakst þá á Veiðistangir ofl. Ákvað að prófa græjurnar og settir fyrstu stönginni í vatnið og vitir menn eins og við vorum búin að segja honum er ALLTAF rífandi veiði af bryggjunni okkar fínu, hann krækti í einn í fyrsta kasti. Ræðum ekki stærðina hér en Silungur var það.

Nú bættust við fullur bíll af Hölum og svo enn annar bíll af Hölum og þar sem Hali K3 er nú eins og hann er þá fór hann að athuga allar græjurnar og skrúfa sundur og saman hin ýmsu hjól og stangir við mikla athygli Halahópsins alls. Fór svo að veiða á Grillið svo nú væri hægt að halda almennilegt Halageim.


Ákafinn var svo mikill við að ná þeim stóra að hann óð út í vatnið við mikinn taugakjálfta frá Halaakademíunni. Allir stóðu á öndinni og tilþrifin voru eftir því. Ég hljóp náttúrulega með myndavélina til að ná löndun þess stóra á mynd eða falli K3 í vatnið en hvorugt tókst.



Í stuttu máli sagt frábær dagur í góðu veðri en kvöldmaturinn var snæddur annarstaðar

Engin ummæli: