17.6.05

Menningarvitarnir á Sléttuveginum

Gærdagurinn fór að mestu í menningarupplifanir af hinum ýmsu sortum.

Fyrst brugðum við okkur á hádegistónleika hjá SJER á báti sem er húshljómsveit Sjálfsbjargarhússins. Þeir voru á stóru svölunum og var vel mætt enda einmuna veðurblíða. Strákarnir Siggi, Jóndi, Einar og Ragnar stóðu sig mjög vel og var unun að sitja þarna í góðra vina hóp og hlusta í sólinni.

Kl 3 var okkur svo boðið á uppskeruhátíð hjá Fjörkálfunum í Miðbergi sem voru að ljúka leiklistarnámskeiði. En Hekla prinsessan okkar er í þeim hóp. Þau settu upp leikritið EINMANA GRASFLÖTIN við góðar undirtektir. Þetta tókst allt vel hjá þeim og stóðu sig eins og þrautæfðir leikarar. Þau sömdu leikritið, æfðu hlutverkin, bjuggu til sviðsmynd, sköpuðu hljóðmynd og saumuðu alla búninga á 4 dögum geri aðrir betur.



Hér má sjá Heklu í hlutverki Álfadísar og í leikfimiæfingum sem var partur í skemmtiatriðum sem voru í afmæli einmana grasflatarinnar.




Þess má geta að Hekla á ekki orð yfir það að Halaleikhópurinn skuli vera svona seinn að setja upp leikrit marga mánuði í æfingar og undirbúning meðan þau gerðu þetta á 4 dögum.

Um kvöldið var svo meiri menning og horft á hina Íslensku Grímuhátíð og hafði ég bara gaman af. Svo var skellt í spilamennsku fram á rauðanótt.

Engin ummæli: