7.6.05

Snæfellsnes er málið

Enn annir á þessum bæ ég sem hélt það væri komið sumar ;-)

Á laugardaginn fór ég ásamt fleirum á Grundarfjörð til að halda kynningarfund um Sjálfsbjörg. Við fengum besta veður sem hægt er að hugsa sér til svona ferðalaga (en ekki fundarhalda).

Það var sól og blíða og útsýnið alveg eins og það getur best verið. Þvílík forréttindi að búa í svona fallegu og lítt menguðu landi. Fjöllin, sjórinn og landslagið allt var frábært og skartaði sínum fegurstu litum.

Mér hefur alltaf gefist vel að sækja kraftinn í náttúruna og þarna fékk ég góða áfyllingu á tankana sem voru ansi tómir eftir margra mánaða annir.

Litirnir á Snæfellsnesi eru engu líkir og hvet ég alla til að skreppa í bíltúr kringum nesið í næsta bjarta veðri. Vegirnir eru orðnir svo fínir og göngin stytta leiðina ansi mikið.

Annars er ég meira og minna með nefið ofan í tölvunni ennþá farin að skilja betur námskeiðið og allt að smella saman.

Þess á milli hef ég verið að hagræða ýmsu betur hér heima til að hjólastóllinn renni betur á alla staði. Ýmsar tilfæringar nema inn á einkaskrifstofunni þar er allt í drasli og ætla ég bara að leifa því að vera svo aðeins lengur.

Svo er verið að telja niður í Akureyraferðina 14 dagar í leikum saman hátíðina ;-)

Engar fréttir að símamálum :-(

Engin ummæli: