8.6.05

Tvær líkamsárásir sama daginn er nú too much!!!

Það hefur verið algert stríðsástand á mínu heimili í dag!!!

Tvisvar hef ég orðið fyrir líkamsárás á mínu eigin heimili sama daginn.

Fyrr í dag var ég að sinna heimilisverkum eins og sannri húsmóður sæmir, kemur þá ekki æðandi í fangið á mér meters hár loðinn kaktus #%&$&"#=#"#$=). Hvað gerir maður ekki grípur kvikindið og það stingur mann allan. Ég æpti auðvitað hvað gat ég annað Örn kom rúllandi og sagði hann stingur ekki þessi það eru ekki nálar í honum, tjaran sem getur ollið út úr þessum köllum. Ég var svo lengi að losa ferlíkið úr höndunum á mér og hef verið fram eftir kvöldi að tína nálar úr höndunum á mér hér og þar.

Kaktusinn hafði verið í einhverri sjúkrameðferð hjá Erni í eldhúsinu út í horni mátti ekki vera í dagsbirtu...........

Ég var alveg brjáluð en Örn að springa úr kæti því í öllum látunum sá hann að það var kominn blómknúbbur út úr hliðinni á ferlíkinu.

Undarlegt áhugamál sem minn elskanlegur hefur. Nú þarf ég að finna aðferð við að koma þessum metersháa skelfilega kaktus aftur í blómapott sem heldur honum þegar hann vill steypa sér ofan í uppþvottavélina. Ef einhverjir sjálfboðaliðar eru til í þetta stórverkefni þá eru þeir vel þegnir. Því þegar ég fór svo að ná mér og að tala við kallinn aftur þá fór hann að tala um að það þyrfti að fara að skipta á fleiri kaktusum!!!!!!!!!!!!!

Eins og þeir vita sem hafa komið í heimsókn erum við með ansi stórann stofuglugga og hann er stútfullur af kaktusum af ýmsum stærðum flestum með hrikalegum nálum.

Þegar ég sagðist taka við húsmóðurstarfinu þá var ég nú ekki með þessa deild í huga. En vonandi spretta hér inn næstu daga sjálfboðaliðar í hrönnum. Nú reynir á kæru vinir og fjölskylda.

Jæja en það var ekki allt búið í kvöld var ég að spjalla í símann og labbaði að glugganum þegar einn kaktusinn þessi með stærstu nálunum stökk og stakk mig í bumbuna og mér fannst það nú ekki fyndið þá en núna ;-))))

Það er sem sagt aðeins búið að breyta og skapa meira pláss við gluggann fyrir hjólastólinn og við það komu í ljós ýmsar hættur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bwahahahah ég sé þetta alveg fyrir mér, þú hlaupandi um allt, veinandi með brjálaða Texas kaktusa á hælunum og pabbi rúllandi á eftir að kafna úr hlátri......
Kv. SÓADÍS