12.1.06

Annasamir dagari

Þessi vika hefur farið í samlestur og reyna að kynnast persónunum í PÓKÓK. Heilmikil vinna í annars góðum og fjölbreyttum hóp. Það gekk brösulega að finna leikarar í nokkur hlutverk en rættist úr því á síðustu stundu þá urðu allir voða glaðir.

Næsta dag varð einn aðalleikarinn að hætta af persónulegum aðstæðum svo nú hefur farið farm all ýtarleg leit að karlleikara. Einhverjar vonir glæddust í kvöld en þetta skýrist allt á morgun vonandi.

Illa hefur gengið að fá hluta að hópnum til að mæta stundvíslega en vonandi verður það lagað hið fyrsta.

Helgin verður öllu annasamari þar sem allir leikaendur og aðstoðarfólk verður með og skuggaleikið, form sem flest okkar höfum ekki reynt áður en verður örugglega fínt. Við bara treystum leikstjóranum.

Nú svo hefur farið mikill tími í að uppfæra og laga heimasíðuna www.halaleikhopurinn.is. Gaman væri ef þið skoðuðu hana fyrir mér og gæfuð mér komment um hvað ykkur fynnst og ekki síst ef þið eruð með ábenigar um ýmislegt sem mætti laga.

Textasmiðir eru endilega beðnir um að gefa kost á sér við vinnuna og grafíkerara.

Af mér er annars það helst að frétt að ég er í brjáluðu skapi út í heilsugæsuna sem gleymdi að senda vottorð sem senda átti í byrjun nóv sl. til TR en klikkaði og ég fattaði það ekki fyrr en í dag þegar ég fór að spurjast um örorkumatið mitt nýja sem átti að koma fyrir mánaðarmótin.

En sem sagt þegar bréfið berst loks þá tekur kerfið í TR minnst 6 vikur að fara í gegnum bréfið. AAAAARRRRRGGGG

Þetta þíðir fyrir mig að ég fæ ekki nein laun næstu tvo mánuðina og það er eitthvað sem ekki mátti gerast.

Setti inn eina til að sýna fjölskylduna í mótmælum

Engin ummæli: