3.1.06

Enn á lífi bara blogglöt á nýárinu

Í nóvember sl. þegar sem mest gekk var ég mikið spennt yfir að fá frí í desember, skólinn búinn og bara jóladundur ásamt smá verkefnum hér og þar. En annað kom á daginn ég er ekki enn búinn að fá þennan frídag (jú 1. jan. sem ég eyddi í þynnku).

Ég fór á fullt í hin ýmsustu verkefni og undirbúning fyrir Pókók og www.halaleikhopurinn.is sem fór í loftið um áramótin og hefur verið í stöðugri vinnslu síðan líka breytt og bætt endalaust.

Á morgun (í dag, næstum) verður svo fyrsti samlestur á Pókók í Halanum hlakka ég mikið til að hefjast handa með öllum hópnum.

Ég ætla ekki að skrifa áramótahugleiðingu eða strengja áramótaheit. Hugurinn er alltof staðbundinn þessa dagana.

Ég átti yndisleg áramót með Palla og Frosta og hans fjölskyldu allri. Skemmtilegur hópur á öllum aldri sem borðuðum saman æðislegan mat og djömmuðum fram eftir nóttu. Set inn myndir seinna. Já líka restina af jólamyndunum. Er ekki einu sinni farin að skoða þær sjálf. Ég heyrði í öllum systkinum mínum um áramótin úr öllum heimshornum það var náttúrulega toppurinn.

Guð hvað þetta hljómaði leiðinlega þegar ég las það yfir, kannski ætti maður að fara að stoppa þetta blogg ?

Engin ummæli: