17.1.06

Í þá gömlu góðu daga

Þessar indilegu myndir lágu á stofuborðinu mínu þegar ég vaknaði í morgun. Eitthvað hefur sonurinn verið að gramsa og fundið þennan líka fjársjóð sem ég ætla að deila með ykkur

Þetta er Stebbi bróðir sennilega uppúr 1970 að taka myndir, þeir félagar dunduðu sér við það langar stundir. En ekki veit ég hvar allar þær myndir eru. Gaman væri að sjá þær. Þeir voru með góðar græjur og örugglega liggur leyndur fjársjóður einhversstaðar.


Þetta er Stebbi og Dóri Nell að mig mynnir átti Dóri þenna kagga ;-) En strákar nú kommentið þið og gefið okkur frekari upplýsingar

Svona til gaman má geta að Stefán Þórður er nú virðulegur vaktmaster í Ráðhúsinu í Osló og Dóri Nell er virðulegur skipherra með meiru hjá landhelgisgæslunni.

Engin ummæli: