30.1.06

Syndajátning

Er kanínan ekkert orðin þreytt á að hlaupa spyr anomynus.

Æ ég veit það nú ekki hún bara er svona rétt eins og ég á stundum. Er annars afslöppuð þessa dagana og með allan hugann við P Ó K Ó K sem er svakalega ávanabindandi. Ég kom með poka af þessu æðislega sælgæti á æfingu á nammidaginn og um leið og ég kem á æfingar núna er spurt hvort ég sé ekki með P Ó K Ó K í bakpokanum. Þetta er ferlegt og verksmiðjan ekki kominn í fullan gang enn. Þrátt fyrir að Emanúel hafi nú sett upp ansi mörg tannhjól í fínu vélina okkar í kvöld.

Já og það er nú fleira en P Ó K Ó K sem er orðin ávanabindandi!!! ÉG GERI HÉR MEÐ JÁTNINGU. Ég er orðin háð gálganum. Hlakka til að fara í sjúkraþjálfun og fá að vita hvort ég fæ að fara í gálgann eða ekki. Stórmerkilegur andskoti. Fyrir þá sem ekki vita hvað gálginn er þá er það strekkingarbekkur. Ekki til að slétta úr hrukkunum (enda fylli ég bara út í þær með spiki:)

Nei nei. Það eru settar ólar á höfuðið á mér svona eins og í verstu hryllingmyndum, svo eru þær hengdar upp í gálga með járnstöng. Apparatið er svo með mótor sem togar höfuðuð á mér upp með einhverjum fyrirframstilltum þunga í ákv. margar mínútur svo er slakað aðeins á og svo togað aftur. 15 - 20 mínútur frekar óþægilegt sérstaklega fyrir mína sködduðu kjálkaliði. En árangurinn af þessu togi öllu saman er svo mikill að þetta er orðin tóm sæla. Helmingi færri hausverkir og höfuðið getur nú snúist í báðar áttir flesta daga án teljandi sársauka.

Eins og ég fékk nú mikið kvíðakast þegar ég sá nýja tækið hans Gústa míns fyrst. Og fyrst ég er nú farin að tala um tækin hans þá er hann nú líka kominn með splunkunýtt starwarsleysersverð sem líka virkar helv... vel á olbogann á mér ásamt undrakreminu frá henni Stínu minni. Sem sagt heilsufarið er með betra móti þökk sé öllum hjálparmeðulunum.

Annars gengur lífið sinn vanagang hér á Sléttó og ekkert sérstakt títt úr þeim herbúðum. Við erum meira og minna öll kvöld og allar helga niðrí Hala að æfa upp P Ó K Ó K eftir Jökul Jakobsson. Mikil vinna og mikið gaman. Svo er maður að smá bæta inn á heimasíðu Halaleikhópsins og nú bíða mín stór bunki af gömlum myndum sem ég þarf að fara að skanna inn og setja upp.

Á morgun er svo stóri dagurinn. Guðmundur minn kæri mágur kemur til Íslands mikið hlakka ég til. Búin að sakna hans og Villa míns svo svo svo mikið. Knús til þín Villi minn. Nú fæ ég loksins fréttirnar beint í æð. Það er svo erfitt að tala og skrifa milli heimsálfa í allan þennan tíma.

Engin ummæli: