21.2.06

Áhugaverður dagur

Í dag gerðist ég lifandi bók á bókasafni Húsaskóla. Þetta var mjög skemmtilegt við mættum þarna 8 "bækur" Muslimi, Svartur maður, Hommi, Lesbía, Femíninsti, Alkohólisti, Eineltisbók og eg sem Þunglyndisbók.

Þetta voru krakkar í 8 bekk, þeim var skipt niður í 4 manna hópa og máttu hver hópur taka sér eina bók í 1/2 tíma og fletta upp í honum um viðkomandi málefni. Ég var lánuð út þrisvar og fékk fullt af skemmtilegum og áhugaverðum spurningum. Þessir krakkar voru til mikillar fyrirmyndar prúð og skipulögð og lögðu sig af alúð eftir verkefninu. Ýmsar skondnar spurningar komu fram en mér fannst nú best ein spurningin sem datt út úr einum nemandanum "Er ekki dýrt að vera þunglyndur" :-)

Í kvöld fórum við hjónakornin á heitasta staðinn í bænum Krúa Thai með Palla bróðir og Guðmundi mág. Tókum upp gamlan og góðan sið.

Á heimleiðinn var svo komið við niðrí Hala það er svo erfitt að slíta sig frá þó maður eigi að heita í viku fríi. Þar voru 7 Halar á fullu í málningarvinnu og skemmtu sér stórkostlega. Frábært að sjá dugnaðinn í þeim. Og hvernig þetta litla leikhús okkar tekur stórkostlegum breytingum með nokkrum lítrum af málningu og fúsum Halahöndum.

Engin ummæli: