15.2.06

Vorið er komið

Já það held ég bara rjómablíða dag eftir dag, allavega meðan sólin skín. Grasið í Fossvogsdalnum er iðagrænt og ekki laust við að það þurfi að fara að taka sláttuvélina fram við sum hús.

Já við erum búin að draga Vikoríu aftur fram og skundum nú í göngutúra flesta daga og njótum veðurblíðunnar á Fróni.

Hekla var hjá okkur í 2 daga og yljaði okkur hressilega um hjartaræturnar. Þessi þjarkur var að fá einkunnirnar sínar og við erum að rifna af stolti yfir prinsessunni.


stærðfræði 9
lestur 7,5 (af 8 mögulegum)
skrift 7
málfræði 9
stafsetning 7

Getur það nokkuð betra orðið. Hún hefur verið að hlýða afa sínum yfir textann í Pókók og finnst hann nú ekki nógu góður í þessu. Fékk að koma á eina kvöldæfingu þar sem það var frí í skólanum og skemmti sér vel.


Besti mágur í heimi er svo á landinu og við höfum verið dugleg að hittast og njóta samverunnar. Annars er maður með hugann allan við leikritið. Æfingar ganga vel en það koma alltaf ákveðnir hnútar eins og eðlilegt er á þessum tíma í ferlinu.

Framundan er viku frí frá æfingum en þá á að taka heldur betur til hendinni í leikmynd, leikmunum, búningum og öllu öðru sem tilheyrir.

Enn vantar okkur ýmislegt propps og set ég listann inn hér í þeirri von að einhver góðhjartaður lesandi geti ljáð okkur einhverja muni. Listinn er svo uppfærður reglulega á heimasíðu Halaleikhópsins


Alls konar lopa/ ullar / í sauðalitunum/ dót, má gjarnan vera slitið td. :
Húfur, treflar, sokkar (stroffið er nóg), vettlingar, sjöl, peysur.
3 möppur helst renndar, tvær eiga að vera eins
Vasaklútur stórköflóttur (Ekki þessir gömlu góðu tóbaksklútar)
Fínn herraklútur
Herra hattur
Seðlaveski, gömul kort allskonar dót fyrir óprúttna þjófa
Stór hallærisleg gleraugu á saklausa sveitastelpu.
Fullt af tómum glærum vínflöskum
Skýluklútur/skotthúfa
Flöskustútur með sjússateljara
Blár og grænn matarlitur
Tappatöng (til að setja tappa á gos/bjórflöskur) og tappa
Skrifborðsstóll (forstjóra) svartur með leðuráklæði
Gerviblóm í 1/2 blómavasa
Stóra bangsa
Löggukylfu eða eitthvað í þá áttina
Fjaðratreflar
Vasaúr
Svarta dulu
Úr
Nokkur stk. Sælgætisöskjur
Hálsól
Hundaól útdraganleg
Dropaglös
Plöntur helst ætar
Graslauksplöntur
Svarta minnisbók
Langt munnstykki
Málmlituð ruslafata
Hvít kerti venjuleg
Gamla ölkassa

Engin ummæli: