18.7.06

Hafnfirðingar eru alltaf jafn fyndnir :-)

Hér gengur lífið allt sinn vanagang. Er á kafi í allskyns sjálfboðavinnu svo mínum heittelskaða stendur alls ekki á sama lengur og hótar að fara með mig úr bænum. Hlakka bara til ;-)

Annars fórum við úr bænum í dag aðeins. Fórum og heimsóttum Helgu og Bóbó í Jónsvör í Hvassahrauni. Æðislegt fólk í frábæru húsi á skemmtilegum stað. Takk fyrir okkur.

Á heimleiðinni var ákveðið að kíkja aðeins inn í Fjarðarkaup, ekki komið þangað lengi lengi. Ekki það að matvöruverslanir séu í neinu sérstöku uppáhaldi en það vantaði sitthvað til heimilisins.

Sá þá eina fyndnustu uppstillingu í búð sem ég hef séð um ævina. Á gólfinu í einum rekkanum var metershlaði af strásykri þessum eina sanna hvíta:-) En í fjórum hillum þar fyrir ofan var Slim Fast megrunarlína allskyns tegundir að megrunarvörum undir þessu vörumerki. Það er sem ég segi Hafnfirðingarnir klikka ekki á því.

Ég keyfti kíló af hvítum sykri ;-)

Engin ummæli: