11.7.06

Hamingjustund

Já þessi fjölskylda mín er nú stundum ansi nægjusöm. Í kvöld áttum við saman eina af þessum ánægjustundum sem droppa við öðru hverju með tómri hamingju.

Það er nú ekki eins og það hafi verið stórkostlegur atburður að gerast í fjölskyldunni. Jú reyndar en hann var á sorgarhluta tilfinningastigans og verður ekki ræddur hér og nú.

Heldur hitt að meðan við lágum á meltunni í stofunni eftir fjölskyldudinner uppgötvaðist af einhverjum dularfullum orsökum sem mér er alls ekki kunnar enn að einn meðlimur fjölskyldunnar (segi ekki hver) getur ekki rýtt eins og svín.

Stórmerkileg uppgötvun sem leiddi af sér mikla kennslustund í að framleiða þetta mikilvæga hljóð. Í ljós kom eftir miklar æfingar og stúdíur að ekkert okkar framleiðir þetta hljóð eins.

Flestir gerðu þetta á innsoginu einn á frásoginu þó. Sumir gegnum nefið aðrir bæði gegnum nef og munn. Miklar pælingar voru uppi um legu tungunnar og gómsins og totunnar og ég veit ekki hvað.

Mæli hiklaust með þessu í fjölskylduboðum. Mæli samt með því að kvenfólk fari á klósett áður. Úr þessum pælingum varð hin mesta hávaðamengun og miklar hlátursrokur en ekki tókst að kenna einstaklingnum að rýta.

Óska eftir nákvæmum leiðbeiningu á einföldu máli um hvernig þetta hljóð er framkallað. Viss um að þið getið skemmt ykkur mjög vel við að skrifa leiðbeiningar niður. Og af þessu verður líka hamingjustund í ykkar lífi kæru lesendur :-)

2 ummæli:

Jón Eiríksson sagði...

Þú mátt eiga von á við tækifæri langri greinargerð um það hvernig framleiða eigi þetta hljóð.
Annars gaman að svona sögum, það gerist greinilega margt skrýtið í hverri fjölskyldu.

Ása Hildur sagði...

Já Jóndi minn ég bíð bara spennt eftir greinagerðinni.

Hún verður vonandi efni í aðra hamingjustund