
Síðast vika hefur því farið í mikinn læðupokagang, teiknaðar upp alls kyns hugmyndir og spáð og spekulerað. Einn dagurinn fór í að stúdera efni og fyllingar inn í púðann. Rúmfatalagerinn kom þar sterkur inn. Sú stutta verslaði sér efni og púðafyllingu.

Í gær var svo hafist handa við saumaskapinn. Fyrst efnið straujað og mælt svo sniðið eftir kúnstarinnar reglum. Þá var tekist á við saumavélina eins og ekkert væri sjálfsagðara og erfiðast fannst henni að handsauma 3 tölur á púðann.

Útkoman var svo stórglæsileg og sú stutta gekk líka frá eftir sig. Mikið er ég nú stolt amma og vona að mamma hennar hún Sigrún mín sem á 28 ára afmæli í dag verði líka eins stolt þegar hún opnar pakkann sem var listilega innpakkaður líka í vel skreyttan pakka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli