17.8.06

Full tilhlökkunar

Já það er svo notaleg tilfinning að hlakka til einhvers. Þegar maður er orðinn 48 (skv. útreikningum Heklu) þá er það svo æðislegt. Sérstaklega þar sem ýmislegt sorglegt og annað leiðinlegt hefur verið á sveimi í kringum mig undanfarið.

Tilhlökkunin er sérlega af tvennum toga, í fyrsta lagi er Villi besti bróðir í heimi kominn á til Íslands og hlakka ég til að eiga æðislegar gæðastundir með honum og allri fjölskyldunni í sátt og samlyndi og tómri sælu. Þó svo að tilefni komu hans sé svo allt annars eðlis en við gerum hið besta úr aðstæðum.

Tilefni tvö er að langþráður bátadagur í Krika verður loksins á sunnudaginn. Allir að mæta og prófa alls kyns báta á Elliðavatni. Það er hinn stórmerki maður Kjartan Jakob Hauksson sem ég skrifaði ekki svo lítið um fyrir ári og tveimur árum líka. Hetjan sem réri hringinn kringum Ísland og safnaði í Hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar í sjálfboðavinnu sem er potturinn og pannan í þessu hjá okkur í Krikavinafélaginu.

Árni frændi er líka stór þáttur í þessu og svo skilst mér að það sé búið að fá fullt af alls kyns góðu fólki til að leggja verkefninu lið. Flotbryggja verður lögð og þaðan verður hægt að fara og sigla um vatnið á fleiri tegundum báta en ég kann skil á. Ef þetta er ekki tilefni til að hlakka til þá veit ég ekki hvað.

Ég hvet þig lesandi góður til að kíkja við og helst taka með þér alla fjölskylduna á öllum aldri og prófa að fara á bát út á vatnið. Nú eða bara fylgjast með líflegu mannlífi og náttúru í Krikanum. Það verða svo seldar grillaðar pylsur og nýbakaðar vöfflur til styrktar Krika svo nóg er um að vera. Nánari uppl. á Krikasíðunni

Já mér finnst ég vera ansi heppin þessa dagana þegar ég skoða pósitífu hliðar lífsins, umber bara hitt og reyni að láta það ekki lita líf mitt.

Engin ummæli: