10.8.06

Nart nart

Enn allt í rólegheitum á Sléttuveginum og þó í dag var allt í góðum gír og tóm kæti með lífið og tilveruna þegar síminn hringdi, það var kær vinkona mín á háa Cinu vægast sagt, öskraði nánast í eyrað mitt. Ég sem var alveg saklaus af því sem hún æsti sig svona yfir. Blessunin gleymdi að anda og hugsa áður en hún dembdi ósköpunum sem hrjáðu hana yfir á aðra. Að sjálfsögðu tók ég þessu með stóískri ró.

Fyndið samt hvernig fólk getur æst sig óskaplega yfir smámunum og hringt í annað fólk málinu óviðkomandi og rutt út úr sér heilum ósköpum án þess að hleypa hinum að hvað þá meir. Verst er að við erum svo líkar að þetta hefði næstum alveg eins getað verið ég.

Ekkert varð af fyrirhugaðri leikhúsferð í Elliðaárdalinn sökum veðurs. Treystum ekki skrokkunum okkar gömlu hjónanna í 2 tíma setu í rigningunni. Leiðinlegt samt að missa af þessu.

Kláraði Krikapeysu 2 í gærkvöldi og fór og keyfti lopa í Krikapeysu 3 í dag. Stefni að því að byrja á henni í Krika á morgun en þar verð ég á vaktinni frá kl.14.00 minni á pylsupartýið kl. 17.oo sjá nánar á www.kriki.bloggar.is.

Framundan er svo spennandi helgi Gaypride og Haladagur á sunnudaginn er svo fjölskyldukaffi Ödda megin en móðir hans hefði orðið 90 ára 12 ágúst ef hún hefði lifað. Blessuð sé minning hennar.

Engin ummæli: