30.8.06

Tilvistarkreppa eða ekki

Hef haft of mikinn tíma til að hugsa undanfarið stórhættulegt fyrir konu eins og mig. Með minn ofvirka heila. Komst svo sem ekki að neinni sérstakri niðurstöðu sem heldur lengi í einu. Er svo fljót að skifta um skoðanir þessa dagana að það er hætt að vera findið.

Var í Krikanum á vaktinni í dag í síðasta sinn þetta sumarið. Veit ekki hvar ég væri stödd núna ef þetta einstaka tækifæri hefði ekki komið upp í hendur mínar í sumar. Náttúran er æði og eitthvað svo heilandi. Maður kemur kannski dapur og æstur en fer heim pollrólegur og glaður. Paradís á jörð.

Stússaði í félagsmálum í morgun og kvöld. Veturinn framundan sem í gær virtist verða eitthvað grár og fyrirkvíðanlegur er allt í einu að verða spennandi og fjölbreyttur. Alla vega eru ýmis tækifæri í burðarliðnum á hinum ýmsu sviðum.

Er búin með Krikapeysu 3 og prinsessan alsæl með hana. Prjónaði hálfa húfu í stíl við hana í Krikanum í dag og ákvað á heimleiðinni í kvöld að rekja hana upp. Hönnunin er að þvælast fyrir mér en lausnin komin í kollinn. Litli putti kvartar en fær þá bara að vera hommaputti og vekur upp gamlar og góðar minningar.

Kraftaverkin gerast enn sonurinn er sennilega búinn að landa píparasamning byrjar á mánudaginn. Til hamingju Ingimar Atli ég vissi að þú gætir þetta.

Engin ummæli: