18.10.06

Still a live ;-)

já bara hef ekki haft neina löngun til að tjá mig hér síðustu daga. Ekki það sé ekkert að gerast, jú heldur betur allt á fullu as usual.

Það kom þrýstingur á mig utanfrá til að tjá mig um tvenn óskyld málefni. Þar sem ég er með eindæmum þrjósk og sérvitur, þá fór það í andstæðu sína ég hætti að tjá mig opinberlega um þau málefni í bili. En nota bene hef rætt málin út, við þrýstingsaðilana.

Annars bara allt í jolly. Er að leika á fullu og mjög stolt af þeirri sýningu. Er á kafi í félagsmálunum og á leiklistarnámskeiði. Á leið á ljósanámskeið og kannski annað til sem greint verður kannski frá síðar.

Sá flík sem mig langar óskaplega í og plataði kallinn til að gefa mér hana í næstu viku ;-)

Aðalfundur ÖBÍ var mestan part dagsverkið í dag og á morgun. Lítur svo vel út með að ég fái að sjá Prinsessuna mína næstu daga, þar sem hún er í samræmdum prófum (9. ára finnst ykkur þetta hægt?) og verður með stuttan skóladag. Hún er núna annars önnum kafin við að semja jólalagið í ár fyrir okkur. Já við erum báðar jólastelpur :-)

Engin ummæli: