26.10.06

Lífið er leiklist......líka eftir 50 ára aldur

Jæja þá er maður orðinn 49 ára. Finnst það ekkert merkilegt og þó þá er svolítið merkilegt að maður skuli tóra enn, miðað við allar orusturnar í lífsins ólgusjó. Já þær hafa verið frekar margar og sumar ansi harðar í þessu lífi. En ég er sátt.

Var spurð að því áðan hvort ég héldi ekki upp á síðasta afmælisdaginn áður en ég yrði 50 ára. Það er nú ekki eins og ég ætli mér að leggjast í kör við 50 ára aldurinn. Annars hefur það nú verið þannig að ég hef alltaf verið frekar lítið fyrir að halda upp á mín eigin afmæli en samt hafa alltaf komið einhverjir í heimsókn úr familíunni og vinir og maður átt eitthvað með kaffinu. En núna nennti ég því ekki, átti að vera á leiklistarnámskeiði í kvöld og fór og naut þess er með strengi í maganum ég hló svo mikið. Hvað er betra en það.

En kannski ef ég nenni skelli ég í eitthvað gummulaði um helgina eða ekki. Kemur í ljós. Á morgun er stjórnarfundur í Víðsýn þar sem við ætlum að taka stefnuna fyrir ferðalög næsta árs. Miklar pælingar þar í gangi. Svo er sýning á Þjóðarsálinni föstdagskvöld og sunnudagskvöld og eitthvað partý í uppsiglingu. Svo það er nóg við að vera svo sem. Það var saumaklúbbur í gær og mikið gaman eins og venjulega. Fékk þessar fínu hugmyndir fyrir næstu verkefni og hugsanlega jólagjafir ef ég verð dugleg ;-)

Hekla mín kom og gladdi mig í dag. Við skelltum okkur á kaffihús og nutum dagsins, komum við í búð þar sem ég lét minn heittelskaða gefa mér nýjan jakka :-) Sigrún kom svo og færði mér blóm áður en ég rauk í leiklistina.

Ég þakka öllum sem sendu mér kveðju í dag. SMS rigndi inn það fyrsta rúmlega 8 í morgun mér fannst það nú samt full snemmt en hefði átt að hafa vit á að slökkva á símanum áður en ég fór í bólin mjög seint eins og oftast þessa dagana.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju med afmælið Ása. Kveðja frá noregi. maggi

Nafnlaus sagði...

Ég hefði sent þér kveðju á réttim tíma hefði ég vitað þetta en hér er kveðjan Til hamingju með öll árin Jón Þór