
Annars er það helst af henni að frétta fyrir utan þetta að hún er farin að leika aftur með Halaleikhópnum. Leikur Sunnu Ólafsdóttir litla stúlku sem er í hjólastól eftir að hafa lent í bílslysi. Í leikritinu Batnandi maður eftir Ármann Guðmundsson. Og sú er nú að tækla það ekki að spyrja að því.
Nú nú svo fór hún í klippingu og stytti hárið mikla og síða um helming og það klæðir prinsessuna bara ljómandi vel. Hún ætlar svo að vera púki á öskudaginn. Hlakka til að sjá þá munderingu. Engin Silvía Nótt í ár.
Af 0kkur gömlu skötuhjúunum er lítið að frétta utan leiklistar, við eyðum orðið meiri hluta sólahringsins niðurfrá og höfum gaman af. Þó það braki í gömlum beinum og fólk sé lúið þá er uppskeran smá saman að sýna sig og frumsýning á laugardaginn :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli