27.2.07

Mesta álagið yfirstaðið

Jæja loksins sést fyrir endann á löngu ströngu törninni og nú er runnið upp sýningartímabilið. Frumsýning á Batnandi maður hjá Halaleikhópnum var á laugardaginn og tókst bara ansi vel þó ég segi sjálf frá. Við sýndum fyrir fullu húsi og áhorfendur skemmtu sér konunglega sýndist mér.

Einn áhorfandi bloggaði smá um sýninguna hér

Frumsýningarpartý var svo á eftir fram á rauða nótt og sló næluleikurinn þar enn einu sinni í gegn. Mikið gaman og mikið stuð.

Hjá mér hafa safnast upp verkefni meðan á törninni stóð en einhvern veginn er erfitt að vinda sér í þau. Það kemur. Fór þó að sinna stjórnarstörfum í Víðsýn í gær og tókum við Bjögga góða törn þar enda Bingó framundan á laugardaginn kl. 14.00 og svo er farið að styttast í aðalfundinn.

Ruslið á skrifstofunni minni má bíða en tek samt lag og lag og geng frá. Reyni líka að hvíla mig því þetta gríðarlega álag ofan í heilsuleysi hefur tekið sinn toll frá mér. En svona er það bara þegar það er gaman og það er það sem mér finnst skipta máli. Gleðin

Engin ummæli: