9.2.07

Sorg í huga skátanna

Í gærkvöldi brann til kaldra kola skátaheimilið í Hraunbergi þar sem Hafernir höfðu aðsetur í allmörg ár. Mikil sorg bærðist í brjósti krakkanna sem höfðu barist fyrir að fá þetta hús á sínum tíma og unnið ómælda sjálfboðavinnu við byggingu og standsetningu þess. Dóttir mín Sigrún Ósk er ein af þeim sem aldi öll sín unglingsár og rúmlega það í þessu húsi. Og var það því stór hluti af lífi okkar þessi ár. Því miður er búið að leggja niður skátafélagið Haferni í þeirri mynd sem það starfaði á þessum árum. Blessuð sé minning þess.

Engin ummæli: