14.4.07

Elli og Gróa

Tíminn er fljótur að líða nú eins og endranær. Á morgun mun Bryndís hans Bjarna fermast. Mér finnst nú ekki langt síðan hún kom hér fyrst í heimsókn með ljósu lokkana, fallegu augun og brosið sitt fína. Ég held ég eldist ekki svona hratt, finnst soldið skrítið að dóttir mín sé að ferma, virkar eitthvað ellilegt á mig eða hvað ?

Alla vega er nú stórt högga á milli fjölskyldunni, Hannes og Priscela giftu sig á þriðjudaginn og óska ég þeim innilega til hamingju og vona að þau eigi bjarta og hamingjuríka framtíð saman. Þau giftu sig hjá sýslumanni og ætla að halda brúðkaupsveislu á sumardaginn fyrsta. Það verður gaman að sjá fjölskyldu hennar.

Á miðvikudaginn fylgdum við móðursystur Ödda til grafa Torfhildi Hannesdóttur mikilli sómakonu sem er nú gengin sinn veg. Mikil veisla þar í erfidrykkjunni og sjaldgæft orðið að hitta fólkið þeim megin í familýunni.

Sem sagt nóg búið að vera að gera og nóg framundan, manni ætti allavega ekki að leiðast þessa dagana. Samt er mikil depurð í mér. Já hef mikið velt fyrir mér hvort ég eigi að tjá mig um það mál hér en ætla samt að gera smá.

Þannig er mál með vexti að ég hef heyrt síðustu mánuði mikið baktal um mig og það frá manneskju sem ég taldi á meðal minna vina. Ég veit ekkert hvernig ég á að höndla þetta og finnst þetta allt að ósekju. Ekki hef ég gert þessari manneskju neitt en hún yfirfærir hin ýmsu vandamál á mig og hluti mér tengda.

Gróa á leiti er erfiður fylginautur og fer mjög illa í mína heilsu. Gigtin hefur sjaldan verið verri og ýmis gömul einkenni sem ég hef verið að mestu laus við nema dag og dag eru nú daglegir gestir og ekki síst á nóttunni sem orsakar svefnleysi og skapar vítahring sem erfitt er að rjúfa.

Ekki hef ég enn treyst mér til að ræða þetta beint við manneskjuna sem eflaust væri réttast en ég er kikken þegar kemur að því að verja mig sjálfa. Og er alveg ráðþrota í þessu máli. Eru einhverjar tillögur?

En að öðru þá ganga sýningar vel og margt skemmtilegt framundan í leiklistinni. List án landamæra nálgast óðfluga og þá hittist Þjóðarsálarhópurinn aftur það verður held ég mikið fjör.
En nú er hver að verða síðastur að sjá Batnandi mann sennilega síðustu sýningar um næstu helgi sjá hér. Nú svo ætlum við skartgripavinkonurnar að taka þátt í handverksmarkaði þann 28. apríl vonandi tekst það, tíminn er eitthvað naumur vegna æfinga í Borgarleikhúsinu.

Engin ummæli: