28.4.07

Allir saman nú

Hjúkk gleymdi næstum að plögga um sjálfa mig er það ekki dæmigert.

Sem sagt milli 13 og 17 í dag laugardag verð ég í Hinu húsinu að selja skartgripina mína á handverksmarkaði sem er í tengslum við List án landamæra. Allir að kíkja á mig og Hönnu Margréti og Stebbu. Perluvinkonurnar allar að reyna að hala uppí kostnaðinn við skemmtilega hobbýið okkar.

Ég mæli með allir taka höndum saman og skelli sér niður á tjörn rétt fyrir kl. 13.00 og taki þátt í gjörningnum TÖKUM HÖNDUM SAMAN lalli sér svo út í Hitt hús og fari á geðveikt kaffihús og kíki á perluvinkonurnar í leiðinn.

Engin ummæli: