Jæja þá er hversdagsleikurinn tekinn við eftir ótal mörg kveðjupartý og góðar stundir með Villa og Guðmundi og Stebba. Þeir eru nú allir farnir Stebbi heim til Noregs og Villi og Guðmundur til Greyton, Suður Afríku. Ég er ansi tætt eftir þetta mér finnst mjög erfitt að hafa systkinin flest í útlöndum og Afríka er eitthvað svo hroðalega langt í burtu. Ég fékk SMS frá strákunum þegar þeir komu heilu og höldnu út 26 tímum eftir að þeir fóru héðan þetta finnst mér ferlega langt og dáist að þeim að geta þetta og vona að allt fari eins og þeir óska sér. En helvíti er hversdagurinn eitthvað grár núna þennan sólahringinn.
Verkjaþröskuldurinn er allur í molum og fullvíst er að það er alveg rétt að beint samband er milli verkja og andlegs ástands eins og ég reifst mikið um það við geðlækninn minn um árið mánuðum saman. En jæja þessa dagana er þetta mjög raunverulegt fyrir mér. En ég veit að öll él styttir upp um síðir.
Ég var heilt kvöld að reyna að láta hér inn á síðuna mynd af okkur systkinunum sem var tekin í matarboðinu hjá Palla sem var frábært góð fjölskyldustund. Við höfum það fyrir sið að þá sjaldan við hittumst fögur þá tökum við mynd eins og pabbi okkar tók af okkur um öll jól. Stöndum í röð sá stærsti og elsti aftast og svo koll af kolli Palli litla barnið fremst. Þetta er að verða hin skemmtilegasta uppstilling því nú stærðarröðin hefur raskast all verulega með árunum og þarf ýmsar tilfæringar til að ná tröppuganginum. En það tókst, vonandi tekst mér einhvern daginn að setja myndina inn og kannski fleiri.
Ýmislegt skemmtilegt hendir í skólanum og nú er ég að vinna að stóru hópverkefni með þrem strákhvolpum sem reynir á ýmislegt annað en námsefnið. Spennandi verður að sjá hvar það endar.
21.9.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli