Ég hef nokkrum sinnum undanfarna viku gert tilraun til að skrifa hér inn á bloggið, en allaf komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki hæft til birtingar vegna þess að málefnið snerti einhverjar aðrar manneskjur sem ég vildi síður að læsu þetta. Þetta er sem sagt opinber síða og því þarf að skrifa á hlutlausan hátt um menn til að særa nú engan. Þannig að nú þarf að fara að hugsa aðeins öðruvísi en með hreinum dagbókarfærslum. Ekki það að ég hafi nú miklar áhyggjur af innliti á síðuna meðan ég gef það ekki upp við vini og vandamenn. Gaman væri þó að hafa teljara og gestabók til að fylgjast með en kann ekki að setja það upp í þessu bloggi. Annars hefur þessi vika verið annasöm að venju. Skólinn kominn í fullan gang og enn verið að hræra í stundaskrá þannig að jafnvægi er ekki komið á enn. Starfið í Halaleikhópnum þar sem ég starfa er að fara í fullan gang og mikið verið um fundarhöld og spekulasjónir því við ætlum að taka þátt í Stuttverkahátið í Borgarleikhúsinu 23. okt. nk. Á endanum var ákveðið á sunnudagskveldið að æfa upp fjögur mismunandi verk og senda inn í þeirri von að valnefndin velji eitthvert þessarra verka á hátíðina. Eitt verkanna er skrifað af einum Halafélaganum Kolbrúnu Dögg og hlakka ég mikið til að sjá það fullunnið sem og hin þrjú sem við fengum handrit af niður á BÍL. Svo var Prinsessan og ömmustelpan mín 7. ára í gær með tilheyrandi hátiðarhöldum. Hekla er mikið búin að vanda sig við undirbúning afmælanna spá í uppskriftir af kökum, skreytingar, gestalista, tímasetningar ofl. ofl. Mér var meðal annars skipað að mæta í kjól. Henni finnst ég ekki vera nógu fín í klæðaburði ef ég mæti í buxum sem ég nota ótæpilega svo ég gróf inn í fataskápinn og fann einn gamlan og sígildan og sló í gegn hjá prinsessunni. Hvað gerir maður ekki fyrir barnabörnin! En ég fór líka í annað barnaafmæli hjá vinkonu okkar hjónanna um helgina. Þar var hlaðborð eins og í fermingarveislu og svaka fínt. En við komum um kvöldin og þá voru blessuð börnin orðin snarvitlaus af sykuráti og afmælistilstandi, þannig að það var ekki eins gaman eða maður er bara orðinn og gamall til að fara í mörg barnaafmæli eina helgi. Framundan er svo að finna stundir til að vera meira með Villa bróðir sem er að flytja til Suður-Afríku núna 20 sept, mér til mikillar sorgar þar sem við erum ansi nátengd á okkar sérstaka hátt.
7.9.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli