Jæja þá er að reyna að halda þessu bloggi gangandi. Ýmislegt hefur á dagana drifið síðan síðast einu sinn enn var maður minntur á hversu stutt er á milli lífs og dauða. Þrjú dauðsföll urðu í kringum mig síðustu vikur og í öllum tilfellum var ekkert sem benti til þess að viðkomandi væri að fara að yfirgefa þessa jarðvist. En svona er þetta ekkert er öruggt í þessari veröld og aldur skiptir víst ekki máli.
Jæja en þetta hefur líka aðrar hliðar td. að nú er Stebbi bróðir kominn heim reyndar vegna jarðarfara besta vinar síns sem verður jarðaður á afmælisdegi Stebba svona getur þetta nú orðið snúið. Ég gleðst mjög að fá tækifæri til að sjá stóra bróðir sem ég sé ekkert of oft, þó tilefnið sé þetta.
Um helgina var ég svo í miklu kveðjuhófi hjá Villa bróðir og Guðmundi mági sem eru að flytja til Suður Afríku mér til mikillar hrellingar ein sorgin þar. Jæja en boðið var fínt þeir mættu í Afrískum þjóðbúningum og mikið húllumhæ sem við héldum auðvitað áfram fram eftir nóttu að okkar hætti.
Í gær byrjaði ég svo á leiklistarnámskeiði í skólanum það var mjög skemmtilegt og lofar góðu mikið leikið sér og gaman gaman. Var fyrirfram svolítið kvíðin hvernig ég myndi falla inn í hópinn þar sem ég er eldri en hinir nemarnir en það var ekki vandamál þegar til kom. Það er alltaf ákveðin áskorun að taka þátt í svona án þess að hafa vini sér til hægri handar en bara stuð.
Ég byrjaði líka í þessari viku í VMM-103 þar sem ég fékk leiðréttingu á matinu hvernig ég var metin inn í skólann það var svolítið töff þar sem mig vantar 3 vikur framan af náminu en held ég meiki það, bý vel að því að hafa tekið vefsíðugerðina í Fjölmennt Takk Trausti og Helgi að hafa komið mér í þetta.
Framundan er svo fjölskyldukvöldverður í kvöld hjá Palla og Frosta þar sem við náum að hittast fjögur systkini af fimm ásamt fjölskyldum Þetta verður sennilega í síðasta skipti í langan tíma sem það gerist þar sem Strákarnir eru að flytja til Afríku og Stebbi býr í Noregi. En Sigrún systir okkar býr í Danmörk og gat ekki verið með okkur nú. En mér skilst að öll börn og barnabörn komi þannig að við verðum sennilega 14 og það er nú þó nokkuð í okkar fjölskyldu. Mig hlakkar mikið til kvöldsins :-) Búin að læra fyrir morgundaginn svo þetta er í góðu lagi.
16.9.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli