28.9.04

Lukkunnar pamfíll

Ég átti góðan dag í dag og tel mig vera lukkunnar pamfíl.

Var að vinna verkefni í TEX í gærkvöldi sem ég vissi að átti að klára í tíma í dag svaka dugleg og ánægð með verkefnið, sendi mér það svo í tölvupósti á skólapóstinn. Þegar ég opna það svo í tímanum í dag þá sá ég að ég hafði sent mér vitlaust skjal þannig að sú vinna var fyrir bý. En skrifað nýja grein í tíma og allt gekk upp.

Ekki gengur eins vel í hópverkefninu í Fjölmiðlafræðinni ekkert gert í dag ég sem vonaði að við hæfum tökur í dag en erfiðlega gengur að finna tíma sem hentar okkur öllum.

Var að reyna að gera heimaverkefni í Java áðan en það gekk ekki upp einhver tölvuvandamál sem ég held að hafi ekkert að gera með kóðann sem ég skrifaði.

Seinnipartinn í dag fylgdist ég svo með upptöku á tveim stuttverkum sem við í Halaleikhópnum ætlum að senda í Stuttverkahátíðina í Borgarleikhúsinu það er að segja ef upptökurnar fá náð fyrir augum valnefndar sem skipuð hefur verið af BÍL.

Annað verkið var frumsamið af einum félaga okkar Kolbrúnu Dögg og heitir Streymi ef ég man rétt. Ég spái því góðu gengi hitt Innihaldið þarf að æfa betur en gæti orðið gott.

Skrítin tilfinning að vera bara áhorfandi núna þar sem ég hef verið á kafi í þeim verkum sem sýnd hafa verið sl. ár. Ýmist sem hvíslari, sýningastjóri eða eitthvað annað. Á morgun á að taka upp eitt verk enn sem ég næ ekki að sjá þar sem ég verð í leiklistatíma í skólanum sem stendur frá 18 - 22. Svo er enn eitt verk í æfingu sem ég veit ekki hvenær eða hvort verður tekið upp.

Valnefndin kynnir svo úrslit sín á haustfundi BÍL á Akureyri 9 okt. nk. þar sem ég og minn heittelskaði verða fulltrúar Halaleikhópsins. Hlakka mikið til þeirrar ferðar fæ að gista á KEA hvað er hægt að hafa það betra.

Engin ummæli: