29.1.05

Ef ég ætti eina ósk


Ef ég ætti eina ósk væri úr vöndu að ráða. Stundum finnst manni að lífið sé ekki sanngjarnt og þá væri nú gaman að geta bara óskað sér einhvers og allt færi á besta veg. En því miður er lífið ekki svoleiðis, en alltaf er þó gott að halda í vonina. Hvaða lífeyrisþegi gæti til dæmis ekki þegið að hafa lífeyrisréttindi á við ráðherra og fl. Hver óskar sér ekki þess að börnin manns komist til manns án áfalla.

Allir vilja hafa góða heilsu og enginn vill eiga lögheimili á stofnum.
1. des sl. áttu 102 einstaklingar lögheimili á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. Það finnst mér óþolandi í okkar velferðarþjóðfélagi.

Hver vil stríð? og svona má lengi telja en annars bara fannst þessi mynd svo krúttleg. Óska þess að þið hafið það öll gott og elskið hvort annað.


Engin ummæli: