7.1.05

Sitt lítið af hverju

Náttúruhamfarirnar í Asíu og eftirleikur þeirra hefur farið eitthvað snúið ofan í mig. Skil ekki hvernig hægt er að safna of miklum peningum og stjórnunina á þessu öllu. En vonandi lagast það nú. Svona er að vera viðkvæmur og mega ekkert aumt sjá þá ýfist maður stundum meira en góðu hófi gegnir sérstaklega þegar eitthvað er sem réttlætiskennd mín ekki gúdderar en svona er það nú og ætla ég að reyna að láta þetta ekki hertaka hug minn.


Skólinn er byrjaður. Ég fékk ágætis stundatöflu sem á lítið eftir að breytast og verð vonandi ekki með nein göt sem er frábært. Námsefnið sem ég tek núna er ansi mikið og allt á vefnum þannig að það er hætt við að nú fyrst verði maður tölvunörd.

Tölvan mín fór í extreame makeover meðan ég lá í flensunni og er óðum að jafna sig, er enn að bæta inn forritum og dóti en vantar enn púkann við wordið svo þið verðið bara að hafa þolinmæði með stafsetningunni. Sum hjálpartæki eru mikilvægari en önnur og tvö eru mér mikilvæg í tölvunni og það er blessaður púkinn og svo ensk-íslenska orðabókin sem er komin inn.

Halaleikhópurinn er byrjaður æfingar á fullu á Kirsuberjagarðinum og lofar bara góðu. Leikritið allt að lifna við. Nú er mikil spenna því Guðjón ætlar að setja í einhver hlutverk á laugardaginn kl.14.00. Það er alltaf mikil tilhlökkun að fá að vita hver verður í hvað hlutverki. Og hvaða hlutverk maður sjálfur fær (ætla ekki að leika) Enn skilst mér að vanti karla til að leika og svo fullt af aðstoðarfólki af ýmsum toga þannig að þetta verður bara stuð. Hópurinn lofar góðu.

Engin ummæli: