31.1.05

Vinnuhelgin mikla

Þessi helgi varð mikil vinnuhelgi en ekki fríhelgi í Halaleikhópnum eins og áætlað var eða þannig. Bæði laugardag og sunndag var sniðið og saumað af kappi. Margir komu og hjálpuðu til og allir voru settir í einhver verk. Nú er saumaskapurinn kominn vel á veg búið að sníða niður öll efni og skipulagning á hinum ýmsu öðrum málum kringum Kirsuberjagarðinn kominn í ákveðinn farveg. Enda nú bara mánuður í frumsýningu. Ég ætlaði nú ekki að vera báða dagana en auðvita var ég mætt um leið og ég kom á fætur bæði laugard og sunnud. Það var mikil stemming og gaman sem er ekki minnstur partur af þessu ferli.

Á laugardagskvöldið enduðum við 13 Halar á HardRokk að borða og svo héldu einhverjir áfram niðrí bæ en ég hrundi niður í sófa heima alveg búin á því.

Ekkert var lært þessa helgina en í morgun fékk ég fyrsta stóra verkefnið mitt í skólanum ég á að gera vef fyrir Gistiheimili á ensku taka myndirnar sjálf og allt. Við eigum að vinna þetta tvö og tvö saman og verð ég með Kidda III í verkefninu.

Engin ummæli: