8.1.05

Handlagna húsmóðirin og dóttir mín

Ég stóð í þeirri trú að ég væri frekar handlagin en það afsannaðist í dag rækilega. Þar sem ég og Ingimar verðum ansi upptekin í skólanum í vetur réðum við Örn til að elda ofan í okkur þegar við komum þreytt heim með hausinn fullan af lærdóm. En þar sem hann er frekar stuttur í annan endann og á erfitt með at teygja sig uppávið mikið ákvað ég að tími væri kominn til að færa kryddin úr efriskápnum fyrir ofan viftuna og finna betri stað fyrir þau. Ég mundi að innst í geymslunni minni ætti ég forláta kryddhillu frá Þórufellinu. Ákvað nú að mála hana og gera fína og setja svo upp við hlið eldavélarinnar. Er svo búin að dunda við það síðustu daga að mála hana og gera svakalega fína, dreymir á meðan um alla fínu réttina sem Öddi mallar ofaní okkur skólakrakkana, fulla af framandi kryddblöndum..... Þá kom að því að setja hana saman........ Eitthvað varð það stíft eftir alla málninguna svo ég náði í stóra hamarinn minn og réðst mjög mjúklega á hana (með bók á milli) til að rispa nú ekki nýju málninguna og klikk önnur hliðin sprakk. Ok læt það bara snúa í hornið sést ekkert hélt áfram og braut hina hliðina líka......... Er bara ekkert handlagin og sný mér að prjónaskap það liggur betur fyrir mér og vefvinnu. Heklu vantar víst vettlinga og hosur.

Jæja en var að spá í hvort ég ætti að taka niður jólaskrautið en tími því ekki strax ætla að hafa seríuna á svölunum allavega út janúar ef nágrannarnir kvarta ekki mikið. Keypti perur í hana í dag. Leit svo aftur yfir þau fjölmörgu jólakort sem við fengum og set hér inn eina mynd af dóttir minni sem skreytti eitt jólakortið

Engin ummæli: