2.12.05

Auglýsingahornið

Alþjóðadagur fatlaðra 3. desember !!!

Haldið verður upp á alþjóðadag fatlaðra í Alþingishúsinu milli kl. 14 og 15.
Þar verður forseta Alþingis, Sólveigu Pétursdóttur, afhend hressleikaverðlaun ungliðahreyfingar Sjálfbjargar, Ný-ungar, í viðurkenningarskyni fyrir bætt aðgengi í Alþingishúsinu og Skála Alþingis. Af þessu tilefni verður athöfn í efrideildarsal Alþingishússins.

Þá verður ennfremur athöfn í Skála Alþingis þar sem Tinna Gunnlaugsdóttur, þjóðleikhússtjóri, tekur við hvatningarverðlaunum Sjálfbjargar í viðurkenningarskyni fyrir áætlanir um bætt aðgengi í leikhúsinu. Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar, og Guðmundur Magnússon, leikari og formaður starfsnefndar Sjálfsbjargar um ferlimál, munu segja nokkur orð.

Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, og umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, munu síðan opna formlega vefsíðu fyrir handbókina „Aðgengi fyrir alla“. Með þessari vefsíðu er stigið fyrsta skrefið í átt að vef sem ætlað er að þjóna jafnt hönnuðum, aðilum í byggingargeiranum, eftirlitsaðilum, hagsmunahópum og öðrum sem fjalla um aðgengismál.

Sínum samstöðu og mætum sem flest

Engin ummæli: