18.12.05

Jólastuð að komast á alvarlegt stig



Enn ein annasöm vika að baki og fullt að gerast. Á mánudaginn fékk ég einkunnirnar mínar og var bara glöð með þær tvær áttur tvær níur og ein tía  er þar með útskrifuð sem Vefsmiður.



Tvær jarðafarir voru í vikunni það er alltaf erfitt en gangur lífsins segja þeir. Fór norður á Blönduós á laugardag og hitti þar fósturfjölskyldu mína alla á einu bretti. Það var ansi áhugavert og ákveðinn hjalli fyrir mig að yfirstíga. Þar sem ég sleit öllu sambandi við þau fyrir nokkrum árum. En er glöð með ferðina sem ég fór með Rögnu Guðrúnu sem líka var í sveitinn með mér og hefur heldur ekki komið norður í mörg ár.



Jólabíó var í Halanum í gærkvöldi og var mikil stemming í hópnum. Það mæta alltaf fleiri og fleiri. Í dag var svo undirbúningsfundur vegna Pókoks, ýmsar hugmyndir hafa fæðst í vikunni og verður gaman að vinna úr þeim.



Jólastússið er á fullu og jólatréð komið upp Hekla sá til þess. Stíllinn í skreytingunum þetta árið er allar sortir og allt of mikið ;-) Við eigum fjárhús með litlum styttum sem í eru María, Jósef, Jesúbarnið í jötu, engill, vitringar ofl. ofl. Þegar tekið var upp úr kassanum komu fjórir jesúar, sú stutta var nú ekki lítið hneyksluð. En í fyrra var það aðalstuðið að hafa jesú sem þríbura. Fljótt skipast veður í lofti þegar maður er bara 8 ára.

Hef verið ansi dugleg við saumavélina og ýmislegt klárað sem lengi hefur beðið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með útskriftina,vissi ekki af því þegar ég hitti þig í gærkvöldi :)
Kveðja María

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með útskriftina!

Kveðja Arndís Hrund :-)

Kjaftaskurinn sagði...

Innilega til hamingju með góðan námsárangur!
Kv. Dótttirin