10.5.06

Dagsformið

Já enn á lífi það er bara allt of gott veður til að hanga í tölvunni :-)

Erum dugleg að labba hjónakornin þessa dagana, það er svo æðislegt að fylgjast með gróðrinum og fuglunum vakna til lífsins. Verst með d..... Aspirnar sem eru að skríðast laufum og taka frá mér útsýnið úr stofuglugganum.

Helgin var annasöm en skemmtileg úr hófi fram. Allt gekk vel og sæl en þreytt kona sem lagðist á koddann seint á sunnudagskvöld, eða kannski var löngu kominn mánudagur.

Sýningin hjá okkur á Sunnudaginn tókst frábærlega og var án efa lang besta sýningin til þessa. Nú er að renna upp lokahelgin í þessari sýningarlotu. Enn eru nokkrir miðar til svo drífa sig. Allar upplýsingar hér

Hekla kom í dag og hjálpaði mér við brauðtertuundirbúning ofl. enda á minn heittelskaði afmæli á morgun 11. maí. Eitthvað verður til með kaffinu ef einhver stingur inn nefinu annaðkvöld. Var að hugsa þegar við vorum að þessu stússi í dag að ég er ferlega íhaldssöm þegar kemur að meðlæti í afmælum á þessum bæ. Er ekki mikið fyrir nýjungar á svoleiðis dögum. Veit ekki hvort það er hnignun eða öryggisleysi allavega geri ég mitt besta þessa dagana til að sýna húsmæðrataktana sem ég hef nú lítið sýnt undanfarin ár.

Annars var ég búin að skrifa langan pistil hér í gær en ákvað að birta hann ekki í bili. Heyrði í útvarpinu að maður var að dásama blíðuna og hvað það væri gaman að sjá allar fallegu stúlkurnar og talaði um sjónmengunina sem aðrar stúlkur illu. Varð foxill og fór í djúpar pælingar. En af tillitsemi við ykkur ætla ég ekki að birta þann óhroða í bili allavega. Þó geri ég mér fulla grein fyrir að þar með er ég að setja sjálfri mér skorður sem ég vil ekki falla í. En svona er dagsformið í dag.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vildi að við værum með ykkur í dag í kökuveislu. Skilaðu kærri afmæliskveðju til bóndans frá okkur. Nú er sumarið komið held ég hjá okkur, nóg búið að vera að gera að slá sinu úr garðinum, hann var komin í þvíumlíka órækt. Kær kveðja.

Nafnlaus sagði...

Til hamingjumeð mæðradaginn, ég treysti á að Hekla dekri við þig í minn stað.