31.5.06

Dagurinn sem ekkert er að gera á

Já sá dagur kom loksins að ég var ekki bókuð á fundi, spjall eða önnur verkefni. Sem sagt ekkert að gera. Þar sem athafnaleysi á ekki vel við mig þá tókst mér að fara í hinar ýmsu útréttingar sem hafa dregist á langinn. Held ég hafi komið við í flestum hverfum austan Elliðaár og lokið hinum ýmsustu mikilvægu verkefnum.

Pikkaði svo Heklu upp og tók með mér heim. Sinnti ýmsu í tölvupósti og meira að segja straujaði allan bunkann sem safnast hafði saman. Rakti upp 8 cm af lopapeysu sem ég var byrjuð á og byrjaði aftur fannst hún eitthvað svo víð.

Nú er kl. 21.40 og engin verkefni fyrirliggjandi sem ég nenni í svo kannski ég fari bara að snemma að sofa, sýnist á öllu að það verði sól og blíða á morgun. Þá fer ég sko í Krikann.

Engin ummæli: