23.5.06

Klór í haus

Amstur daganna tekur lítinn enda enn sem komið er á þessum bæ.

Helgin fór í stórskemmtilegt og afkastamikið vel skipulagt þing Sjálfsbjargar lsf. Þar hitti maður fullt að skemmtilegu og duglegu fólki sem er að leggja mikla vinnu á sig fyrir málstaðinn.

Á sunnudaginn fór ég svo á málþing um fátækt sem Rauði krossinn hélt. Það var ansi athyglisvert og skemmtilegt að taka þátt í umræðum þar.

Ætla ekki að telja upp málefnin sem voru tekin fyrir þau hafa komið í fjölmiðlum og má finna á heimasíðum þessarra félaga.

Mánudagurinn fór í útréttingar og smá fundi og síðast en ekki síst fór ég í gönguhópinn minn sem er að komast í fullt fjör. Trimmklúbbur Eddu hittumst alltaf á mánudögum og fimmtudögum rétt fyrir kl. 17 við innganginn í Grasagarðinn í Laugardal og löbbum í klst. Allir eru velkomnir svo lesandi góður drífa sig nú næsta mánudag.

Í dag fór ég með Hátúnshópnum í menningareisu austur fyrir fjall í rútu. Keyrðum um Ölfusið með fararstjóra og forsöngvara, mikið gaman. Fórum svo í menningarmiðstöðina á Stokkseyri þar sem Jóna og Gróa tóku á móti okkur með þessari líka fínu Gúllassúpu og tilheyrandi. Skoðuðum málverkasýningur, Vitasýningu og Draugasafnið sem fékk hjartað á mér til að kippast all verulega við. Þorði þó ekki að lyfta steinhellunni sem hylur sjálfan kölska að sagt er. Gaman, mæli með safninu en varúð ekki fyrir hjartveika og passið að hafa nægan tíma það eru svo margar krassandi draugasögur sem þarf að hlusta á . Fórum svo á Minjasafn Kristjáns Líndal í Hveragerði það klikkar aldrei ef þið hafið ekki komið við þar enn þá drífa sig nú.

En að klóri í haus, þetta er orðið ferlegt ástand með mig og pólitíkina hef ekki minnsta vilja til að mynda mér skoðun í pólitíkinni eins og ég hef nú oft verið heit í henni. Finnst þetta allt vera sama sullið þetta árið á mínu kjörsvæði líst ekki vel á neinn af borgarstjóraefnunum og nenni alls ekki að leggjast í lestur stefnumála flokkanna. Hvað er að gerast eiginlega..............

Skildi þó ekki vera vöntum á tíma til að hugsa heila hugsun............

Framundan er lokatörnin í Halanum þetta leiktímabilið og tilheyrandi frágangur mála af ýmsu tagi. Nú og auðvita lokahóf að ég tali nú ekki um Aðalfundinn.

Jæja best að fara að halla sér og tæma hugann

Engin ummæli: