30.6.06

Fleiri gamlar myndir



Hér er pabbi 1951 meðan hann var í hernum.



Stebbi bróðir sennilega um jólin 1955 með dúkkunni hennar Sigrúnar Jónu sem enn er til.



Þetta er 1957 ég nýfædd með systkinum mínum Stebba og Sigrúnu Jónu sýnist ég vera skíthrædd við stóru systur !!! Þessi peysa sem Sigrún er í er algert konfekt prjónuð af Sveinsínu ömmu hennar sem var mikil prjónakona og prjónaði á alla svona eðalfínar peysur með miklu mynstri úr örfínu garni. Hún varð fjörgömul og prjónaði fram til dauðadags þó hún væri orðin blind.



Her er svo Dóra frænka, ég og Stebbi hlýtur að vera 1958, takið eftir gúmmídúkkunum.

Engin ummæli: