9.6.06

Talnaspeki

Fór aðeins að vafra og datt þá inn á www.zedrus.is og fékk þessa talnaspá. Sumt finnst mér passa vel annað ekki allavega stórsniðugt. Ætla að deila spádómnum mínum með ykkur:

Persónutala: 2
Áhrif þessarar tölu auka mjög rómantískar hneigðir og vekja ástúðlegar tilfinningar. Hún er hliðholl í ástamálum, æði oft, þegar andlega hliðin ræður. Hún eykur viðræðuhæfileikann og gerir menn viðfelldna og vingjarnlega. Hún dregur að vini, því að hún skapar kurteisi og góðvild og dregur úr þrætugirni og slúðurgirni. Hún gerir þá, sem hún orkar á, mjög næma á gagnrýni og yfirleitt er endurskin hennar háttvísi og vinaþel.

Köllunartala: 8
Þessi tala leggur lið sitt öllum framkvæmdastörfum. Áhrif hennar styrkja þá, sem stjórna verslunarfyrirtækjum, iðnaðarreksti eða fjármálum, og hún er sérstaklega hliðholl þeim, sem setja sér það markmið að vinna sér stöðu, auðæfi og völd, þótt við ofurefli sé að etja. Hún veitir stefnufestu og hagsýni. En þótt hún lofi ríkulegum launum að lokum, þá er hún ekki tala skjótra og auðunninna sigra. Talan 8 táknar erfitt starf og mörg vonbriði, en sigurvonir eftir margra ára harða baráttu. Þeir, sem láta fljótt bugast, meiga ekki vænta mikils af henni, því að hún gæti orðið til þess eins, að auka áhyggjur þeirra og mistök, þegar aðrir, sem gæddir eru meiri viljaþreki, halda leið sína, þrátt fyrir öll vonbrigði og alls konar öfugsteymi.

Örlagartala: 9
Þessi tala er kjörin fyrir þann sem er viðurkenndur foringi félaga sinna. Sveiflur tölunnar 9 eru einkar kraftmiklar, og þeir, sem eru undir áhrifum hennar, eru gæddir þrotlausum dugnaði og hugkvæmni. Þeim líður best, þegar þeir eru að gera stórfelldar áætlanir og taka ákvarðanir, sem valda miklu um velferð margra manna. Þetta er ekki tala þeirra, sem “fara hjá sér” í fjölmenni eða kjósa heldur frið og kyrrlátt heimilislíf en hinn sífellda eril og æsingu þjóðmálanna. Þess háttar mönnum veldur talan 9 einungis vanlíðanar.

Andlegatala: 4 Þessi tala bendir á rótgróna löngun til þess að hafa allt í röð og reglu. Þú hefir lofsverða ábyrgðartilfinningu og meðfædda starfsgleði, svo fremi að vinnan falli þér í geð. Hins vegar gætir nokkurrar vöntunar á ímyndurnarafli, en hún getur valdið hindrunum á framförum og afrekum. Þú verður að vera á verði gegn meðfæddri hneigð til lognmollu-öryggis eða innilokunarstrits. Hræðslan við stöðumissi eða tignartap gæti orðið fjötur um fót þeim manni, sem að öðrum kosti myndi koma miklu til leiðar. Tölurnar í nafninu geta breytt þessum skapeinkennum, eða unnið gegn þeim, en þau eru eftir sem áður til í eðlinu.

Dulartala: 42 Þú átt ferðalög fyrir höndum. Margar ferðir virðast bíða þín. Ein verður á landi, önnur á sjó og sú þriðja annað hvort, og hún getur endað með sorg eða mikilli gleði. Í heild munu þessi ferðalög verða þér ávinningur, og þú munt njóta mikillar hamingju meðal vina og frændaliðs.

Engin ummæli: