27.6.06

Til hamingju Ísland


Í dag var merkilegur áfangi í Íslandsögunni þegar ný lög tóku gildi sem jafna rétt þegna landsins. Nú fá samkynhneigðir sömu réttindi og aðrir þegnar landsins til að skrá sig í sambúð með öllum þeim réttarbótum sem því fylgir, einnig rétt til tæknifrjóvgunar, frumættleiðingar ofl. ofl.

Fyrir mig hefur þetta mikið gildi og fagna ég ákaft. Í minni fjölskyldu og vinahóp eru nokkrir samkynhneigðir einstaklingar og því brennur þetta á mér en líka finnst mér þetta bara svo mikið jafnréttismál en þau hafa alltaf togað í taugarnar á mér. Þoli ekki mismunun á hvaða grunni sem er.

Skil samt ekki umræðuna sem gaus upp enn einu sinni nú í kringum sveitastjórnarkosningarnar. Þar sem skammast er endalaust yfir að konur séu ekki í 50% stöðum. Bull og vitleysa eru við ekki jöfn og er það ekki bara okkur konum að kenna að við sitjum ekki á fleiri háum stöðum. Eins og það sé einhver nafli alheimsins.

Mér finnst það ekkert jafnrétti ef sonur minn væri í framboði og næði langt en kæmist ekki að vegna þess eins að hann væri með typpi, helur ýtt til hliðar á forsendum % reglu milli kynja. Bull og þvæla.

Mér finnst að eigi að meta hvern einstakling af verkum hans og hæfileikum en ekki kyni, kynhneigð, litarhætti, ættartré eða slíku.

Já og takk fyrir kommentin María og Gugga, er samt hálffúl Gugga mín yfir að þú skildir ekki bjalla í mig meðan þú varst á svæðinu, hefði nú alveg getað hitt þig. Allavega sakna þín og ykkar allra vonandi hittumst við næst þegar þú kemur suður. Örn treystir sér ekki vestur þetta árið.

Engin ummæli: