9.6.06

Miðaldrakreppa ?

Það mætti halda það alla vega. Þetta er svona fílingur þegar maður er að fara á reunion eftir 30 ár og fer að hugsa til baka. Það er svo ferlega langt síðan. Ég er sem sagt á leið í Reykjaskóla í Hrútafirði þar sem ég var veturinn 1974 - 1975 tók þar gagnfræðapróf sem þótti ansi góð menntun í þá daga. Tók líka bílpróf þann vetur og keyrði aldrei á malbiki eða sá umferðarskilti. Margt var brallað þann vetur en ekki ætla ég að tíunda það hér að sinni.

Þetta var sumarið eftir 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar, það var áður en ártölin fóru í rugl vegna fræðimennsku. Mikil hátið sem var í Kirkjuhvammi á Hvammstanga og mikið stuð. Þetta ár fór ég líka í Húsafell á útihátíð og lenti á bömmer, já og árið sem ég keppti í spjótkasti fyrir hönd USAH á landsmóti ungmennafélaga á Akranes, en ekki orð um það meir.

Já 30 ár eru fljót að líða í raun. En þetta með miðaldrakreppuna er svosem afstætt. Fór í partý áðan þar sem veigar voru góðar, nennti ekki að detta í það !!! Já og var með þeim elstu í teytinu sem var ansi glæsilegt hjá Götuhernaðinum. Endilega kíkið á og fylgist með þeim kröftugu og skemmtilegu piltum á slóðinni www.oryrki.net

Farin í Hrútafjörðinn að hitta fullt af miðaldra liði :-)

1 ummæli:

SOS.SA sagði...

Hæ elsku besta systir.

Vonandi verður gaman hjá þér á reuninion. Vekur margar minningar þegar ég kom á ballið og gisti á Tannastöðum. Svo maður tali nú ekki um allar þessar sendingar með vörum úr apótekinu svo maður segji nú ekki meir. Góða skemmtun.

Villi bróðir