2.9.06

Raddir

Að heyra raddir hefur mér alltaf fundist mjög merkilegt fyrirbæri. Þekki nokkra sem heyra raddir og hef hlustað á sögur þeirra, þetta er einhver allt önnur vídd sem erfitt er að setja sig inní, en raunveruleikinn.

Ekki eitthvað hörmulegt eða til að óttast þetta er bara svona og stundum er þetta til mikillar gleði og sköpunar. Kona sem ég kannast við sem er með geðklofa greiningu sagði mér í gær frá því þegar hún var sem veikust og heyrði raddir þá komu undurfögur ljóð til hennar í gegnum raddirnar. En þegar hún fór að taka lyf við sjúkdómnum þá hurfu raddirnar og ljóðin. Mér finnst þetta ákaflega sorglegt hvernig lyf geta breytt jákvæðum þáttum persónu til að lækna annað sem kannski er ekki eins viðráðanlegt. Allavega þá er nú búið að semja lag við eitt ljóða hennar og var það frumflutt um helgina. Mig hlakkar óskaplega til að fá að heyra það.

Ég er sem sagt komin á fullt í undirbúningsvinnu með Guggu í Vin við að undirbúa námsstefnu sem verður í nóvember fyrir fólk sem heyrir raddir og fagfólk til að vinna með þessu. Ron Coleman kemur og heldur dags námskeið.

Verst að ég man ekki tölurnar en það er þó nokkur prósentuhlutfall fólks sem heyrir raddir, kem með þær seinna. Það eru ekki allt geðsjúklingar heldur heilbrigt fólk sem heyrir raddir og skynjar ýmislegt og lifir góðu lífi með því. Þeta ættum við Íslendigar nú að vita með alla álfana, huldufólkið og vættina allt í kringum okkur.

Já sem sagt þetta er eitt af þessum spennandi verkefnum sem fram undan eru. Í kvöld er svo loksins fjölskyldurdinner þar sem öll mín fjölskylda nær loks saman, það er þeir sem eru á landinu. Frábært

Engin ummæli: