
Annars allt í rólegheitum. Hekla var hjá okkur um helgina og lærði og lærði og lærði. Viss um að ég þurfti ekki að læra svona mikið heima þegar ég var 9 ára. En hún stóð sig vel og gerði allt samviskulega og vel. Eyddum svo laugardagskveldinu í Lúdó spil eftir gömlu reglunum eins og sú stutta orðaði það.
Í dag var svo unnið í leyniverkefninu. Meira seinna um það.
Það stefnir svo í metaðsókn á félagsfundinn hjá Halanum næsta laugardag. Þegar búnir að skrá sig 28 í matinn. Gaman gaman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli