6.12.06

Ó engin desemberfærsla

Hef bara ekki verið í bloggstuði enda hugurinn um víðan völl eins og endranær.

Helgin var góð en strembin. Jólabingóið hjá Sjálfsbjörg gekk vel og var bara gaman. Kórinn klikkaði ekki og er ég stolt að mínum manni þar. Svo var farið á jólahlaðborð á Sögu mjög vel heppnað góður matur og félagsskapur sem hélt saman fram eftir nóttu.

Sunnudagurinn hófst svo á heimsókn í Ikea dótturinni fannst þetta ekki tækt að ég hefði ekki komið í nýju búðina svo það var farin fjölskylduferð þangað. Held foreldrarnir hafi verið að reyna að blekkja Heklu til að setja eitt og annað þaðan á óskalistann enda eru þau með eindæmum mikil Ikeafön :-)

Þá var haldið í hið árlega og yndislega smáköku boð hjá Ollu mágkonu sem bakaði ógrynnin öll af smákökum ofl. og bauð allri fjölskyldunni. Þetta er einn af þeim siðum sem mér finnst ómissandi. Takk Olla mín.

Á sunnudagskvöldið var svo haldið úr bænum og við skelltum okkur í leikhús í Mosó og sáum Varaðu þig á vatninu þetta var góð kvöldstund með miklum hlátri. Vel gert hjá mosfellingum. Takk fyrir mig.

Mánudagurinn rann svo upp með fundarhöldum fyrst fyrir Halann í fjáröflunarskyni og svo niður í Vin þar sem við vorum að taka formlega við hinum höfðinglega styrk frá Fons til Ferðafélagsins Víðsýn með kjötbolluveislu. Um kvöldið datt ég svo í jólakortagerð og er búin að handgera góðan bunka ;-)

Í gær var svo jarðaför sem tók daginn að mestu. Mikill heiðursmaður kvaddur. Fór svo í saumaklúbb í gærkvöldi var ekki afkastamikil þar. Komst að því að fjaðrir eru ekki heppilega í vængi á englum ?

Í dag er ég svo á leið úr bænum aftur nú til Reykjanesbæjar með Víðsýn ætlum að skoða bítlasafnið og heimsækja Björgina og fara svo jólaljósarúnt á heimleiðinni.

Engin ummæli: