19.12.06

ýmislegt bilar þegar verst á stendur

Í síðustu viku fór viftan yfir eldavélinni og í gær fór bíllinn minn kæri að hökta. En einhvern veginn reddaðist þetta nú allt saman. Bíllinn slapp beint inn á verkstæði og þeir gerðu við hann strax, þetta voru bara kerti og kertaþræðir sem vildu fá endurnýjun fyrir jól. Og í þessum skrifuðu orðum er rafvirkinn mættur með nýja viftu og er að setja hana upp. Svo hér verður ekki steikarbræla á jólunum.

Annars er allt í gúddý og rólegheitum hér. Hekla og Ingimar settu upp jólatréð í gær og skreyttu svo það er englaþema í ár ;-)

Jólagjafirnar eru flestar komnar í hús svo nú eru það matarinnkaupin sem eru efst á verkefnalistanum. Annars ætlum við að skella okkur í jólaljósaferð til Reykjanesbæjar seinnipartinn og njóta aðventunnar með góðum hóp af Hátúnssvæðin.

Engin ummæli: