26.12.06

Jólamyndirnar

Jæja þá er maður búinn að njóta jólanna. Mikið um fjölskylduboð og mikið gaman. Borðað á sig gat hvað eftir annað. Já sem sagt dásamleg jól. Sem ég ætla að lýsa með myndum að þessu sinni. reyndar gleymdist myndavélin fyrr en upp úr 10 á aðfangadagskvöld en hvað með það.

Palli bróðir og Frosti voru sem sagt hjá okkur í mat og við borðuðum ma. gamaldags lambahrygg. Vorum svaka ánægð með hann öll sömul. Við vorum svo róleg og afslöppuð að við næstum gleymdum að opna pakkana en það hafðist og ýmislegt skemmtilegt kom úr þeim. Eftir eftirréttin var svo skundað upp í Blikahóla í kaffi til Sigrúnar Óskar og fjölskyldu.

Hér er Bryndís orðin að þessari líka fegurðardís. Takið eftir eyrnalokkunum sem ég bjó til handa gellunni minni.

Hér eru Palli og Frosti búnir að koma sér vel fyrir í sófanum, myndavélin komin á loft.

Hekla fékk þennan fína grjónastól og er þarna komin með bók í hönd en það er hennar uppáhald. Enda fékk hún þær margar þessi jólin.

Hér eru systurnar Hekla og Bryndís saman í sínu fínasta pússi, þær eru á flissstiginu svo vonlaust er að ná mynd af þeim saman en það var reynt mikið þetta kvöld. Takið eftir ljósakrónunni :-)

Á jóladag var svo fjölskyduboð Ödda megin 14 manns í hangikjeti og alles hjá okkur þetta árið. Við settum upp langborð í stofunni hér eru Dabbi, Óskar, Auður, Steini, Jóhann og Svavar.

Hinu megin sátu Hannes, Örn, Olla, Ingimar og Bjarni. Á myndina vantar mig Sigrúnu og Heklu, en við vorum öll á svæðinu.

Að sjálfsögðu var farið að spila á eftir hér eru Svavar, Sigrún og Hannes að taka Trivjal Persuit ýmsir fleiri tóku í það en voru eitthvað á vappi þegar myndinni var smellt af.

Auðvita var spilað á mörgum borðum í eldhúsinu var Hættuspilið í gangi. Hér eru Óskar Örn, Jóhann Auðunn, Hekla, Dabbi, Auður og Olla í slagnum.

Óskar Örn er mikill spilakappi og kom og hjálpaði mér í Trivjalinu sem ég er vonlaus í og bjargaði heiðri mínum. Takk Óskar minn.

Siggi Haukur bættist svo í hópinn þegar á leið kvöldið og brá sér strax í jólasveinagerfi enda mikill jólasveinn, þó það nú væri fæddur á jólunum. Hér er hann að hrella Steina pabba.

Jóhann Auðunn kom öllum á óvart og dró upp gítar og spilaði og söng fyrir okkur af mikilli innlifun. Frábært hjá honum það vantar ekki hæfileikana á þeim bæ. Takk Jóhann

Annan í jólum var svo næsta fjölskylduboð hjá Palla og Frosta þar sem við vorum og Lovísa og Gabríel. Hér er hann í nýju peysunni sem strákarnir gáfu honum. Mikið er skreytt hjá Palla ma. má sjá að grímurnar á veggjunum fengu jólasveinahúfur.

Gabríel er mikill íþróttaálfur og þurfti mikið að hoppa og sófinn var góður lendingastaður. Hann þurfti að hafa hælana út úr sokkunum svo hann gæti stokkið hærra :-) Hann naut þess að vera eina barnið og fékk alla athyglina.

Hér er hann í peysunni sem Stebbi sendi honum frá Noregi.

Ingimar Atli og Örn dasaðir eftir dásamlegan mat. Já það er ekki annað hægt að segja en við höfum mikla matarást á Frosta sem klikkar aldrei. Takið eftir öllum seríunum hans Palla ;-)
Við reyndum að ná þeim mæðginum Lovísu og Gabríel saman á mynd en árangurinn var ekkert glæsilegur en samt ....

Bókin um stafakallana vakti mikla lukku hjá Gabríel spái því að hann verði fljótt læs.


Palli fór að rifja upp gamla takta við að setja saman Lego en eitthvað er honum farið að förlast kallinum, en þeir skemmtu sér stórvel við þetta. Lovísa ætlar held ég að taka þetta sundur og setja aftur saman þegar heim kemur. Ég sem hélt þetta væri barnadót :-)

Engin ummæli: